Hrekkjavökuþema á bókasafninu

Þessa vikuna er hrekkjavökuþema á bókasafninu. Búið er að skreyta safnið með alls kyns óhugnalegu og stilla upp bókum sem hæfa þemanu. Í hvert skipti sem börnin skila bók fá þau límmiða og þegar 5 miðum er náð geta þau fengið hrekkjavökublýant. Óhætt er að segja að verkefnið sé mjög hvetjandi og mikill áhugi meðal barnanna. Í morgun myndaðist löng röð á safninu, allir spenntir og duglegir að lesa. Fimmtudaginn 31. október verður svo hrekkjavökudagur í skólanum og þá mega þau börn sem vilja mæta í búningum og við gerum okkur glaðan dag.