- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Íþróttadagur Heiðarskóla gekk mjög vel í dag, nemendur lögðu sig alla fram í fjölbreyttum keppnisgreinum. Keppt var í sundi, hlaupi, bolta- og kúluvarpi og langstökki. Það sem skiptir mestu máli á íþróttadaginn er að taka þátt, hafa gaman og gera sitt besta. Engu að síður er keppni á íþróttadaginn og með þátttöku getur hver og einn safnað stigum fyrir sjálfan sig og bekkinn sinn. Á meðfylgjandi mynd má sjá stigahæstu nemendur úr hverjum bekk. Stigahæsti bekkurinn var að þessu sinni 10. bekkur og stigahæsti nemandi skólans var Axel Freyr Ívarsson - innilega til hamingju. Við þökkum öllum nemendum Heiðarskóla fyrir þátttökuna í dag.
Heiðarskóli 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8525 Netfang: heidarskoli@hvalfjardarsveit.is |
Skýjaborg Innrimel 1 | 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8530 Netfang: skyjaborg@hvalfjardarsveit.is |