- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Umhverfisnefnd Heiðarskóla, skipuð einum fulltrúa úr hverjum bekk, ákvað fyrr á skólaárinu að taka þátt í góðgerðarverkefninu Jól í skókassa. Verkefnið gengur út á að safna saman alls kyns gagnlegu í skókassa og merkja kassann aldri barns. Í kössunum eru gjarnan gagnlegir hlutir eins og tannbursti, tannkrem, sápa, leikfang, sokkar, húfur, hanskar, ritföng og sælgæti. Nemendur skólans stóðu sig ótrúlega vel og við náðum að fylla 10 skókassa sem eiga vonandi eftir að gleðja börn í Úkraínu um jólin. Á meðfylgjandi mynd má sjá nemendur á yngsta stigi með kassana 10 áður en farið var með þá á móttökustað.
Heiðarskóli 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8525 Netfang: heidarskoli@hvalfjardarsveit.is |
Skýjaborg Innrimel 1 | 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8530 Netfang: skyjaborg@hvalfjardarsveit.is |