Jólagjöf frá foreldrafélaginu til Skýjaborgar

Ná á dögunum barst okkur vegleg jólagjöf frá Foreldrafélagi Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar. Leikskólinn fékk lítinn en öflugan skjávarpa sem hægt er að stilla upp hvar sem er og nýtist vel til að skapa skynörvandi umhverfi. Við færum foreldrafélaginu bestu þakkir fyrir veglega gjöf sem á eftir að gagnast okkur vel á næstu árum.