Jólakveðja frá Heiðarskóla

Í dag voru litlu jólin haldin hátíðleg í Heiðarskóla og síðasti skóladagur ársins liðinn. Nemendur og starfsmenn eru nú komnir í kærkomið jólaleyfi. Skólahald hefst aftur á nýju ári samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 8. janúar. 

Nemendur og starfsmenn senda landsmönnum öllum hugheilar jólakveðjur.