- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Nemendur í 10. bekk fóru á miðvikudaginn í sína árlegu jólatrésferð í Álfholtsskóg, krakkarnir tóku góðan göngutúr í skóginum í leit sinni að rétta trénu. Þegar það var fundið var hafist handa við að saga og koma á réttan stað. Jólatréð stendur nú vel skreytt í matsal skólans. Bjarni frá Skógræktarfélagi Skilmannahrepps tók vel á móti hópnum og bauð upp á heitan súkkulaðidrykk, kleinur og smákökur í lokin. Við þökkum kærlega fyrir góðar móttökur.
Heiðarskóli 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8525 Netfang: heidarskoli@hvalfjardarsveit.is |
Skýjaborg Innrimel 1 | 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8530 Netfang: skyjaborg@hvalfjardarsveit.is |