Jólatrésferð í Álfholtsskóg

Í gær fóru nemendur okkar í 10. bekk í sína árlegu jólatrésferð í Álfholtsskóg. Bjarni Þóroddsson tók á móti hópnum og aðstoðaði krakkana við að velja jólatré fyrir Heiðarskóla. Eftir að krakkarnir voru búnir að velja tré og saga bauð Bjarni hópnum upp á heitan súkkulaðidrykk og smákökur í Furuhlíð. Við færum Bjarna og Skógræktarfélagi Skilmannahrepps bestu þakkir fyrir góðar móttökur og velvild í garð skólans.