Karlkyns starfsmaður óskast til starfa í íþróttahúsi og baðvörslu í Heiðarborg sem fyrst.

Laust er til umsóknar 75% starf í baðvörslu og íþróttahúsi. Um er að ræða umsjón með íþróttahúsi, ræstingu, þvotta, móttöku barna, eftirlit með börnum í karlaklefa. Vinnutíminn er frá kl. 9:00 – 15:00 alla virka daga.  

Laun samkvæmt kjarasamningi SNS og viðkomandi stéttarfélags. 

Hæfniskröfur:

  • Hæfni í mannlegum samskiptum og samvinnu. 
  • Viðkomandi þarf að sækja réttindanámskeið fyrir sundlaugarstarfsmenn hafi hann ekki tilskilin réttindi nú þegar.  
  • Sjálfstæð vinnubrögð. 
  • Starfið hentar einungis körlum.

Nánari upplýsingar má fá hjá skólastjóra, Sigríði Láru Guðmundsdóttur, í síma 433 8525 eða í gsm 899 5156. Einnig má senda fyrirspurn á netfangið sigridur.gudmundsdottir@hvalfjardarsveit.is

Umsóknarfrestur er til og með 16. ágúst næstkomandi og skal umsóknum ásamt starfsferilskrá skilað í tölvupósti til skólastjóra á netfangið: sigridur.gudmundsdottir@hvalfjardarsveit.is

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Um tímabundna ráðningu er að ræða skólaárið 2019 – 2020, frá og með hausti 2019 til og með 8. júní 2020.