Kartöflur settar niður í Heiðarskóla

Í dag á síðasta hefðbundna skóladegi skólaársins settu nemendur okkar á yngsta stigi niður kartöflur í kartöflugarðinum okkar sem var óvenjublautur að þessu sinni. Okkur tókst ekki að grafa götur í garðinn sökum moldarleðju eftir rigningarnar í maí. Þess í stað þurftum við að notast við planka svo börnin gætu potað niður kartöflunum. Vantar greinilega sand í garðinn okkar. Vonum þó að uppskeran verði góð í haust.