- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Í dag tóku nemendur á yngsta stigi upp kartöflur úr kartöflugarðinum okkar í þurru og góðu veðri. Uppskeran var betri en við áttum von á miðið við bleytuna sem var í garðinum þegar við settum niður í vor, þurrk seinni parts sumars og grunsemdir um að kindurnar hafi eitthvað komist í kartöflugrösin. Börnin voru mjög áhugasöm og þeim þótti áhugavert að sjá hversu margar kæmu undan hverju grasi og hvað sumar kartöflurnar voru stórar og aðrar litlar. Á næstunni fá nemendur og starfmenn Heiðarskóla að gæða sér á uppskerunni.
Heiðarskóli 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8525 Netfang: heidarskoli@hvalfjardarsveit.is |
Skýjaborg Innrimel 1 | 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8530 Netfang: skyjaborg@hvalfjardarsveit.is |