- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Í morgun buðum við öllum mömmum, ömmum, systrum, frænkum og vinkonum í kaffi í leikskólann í tilefni konudagsins á sunnudaginn. Þátttakan var alveg frábær og þökkum við öllum þeim sem gáfu sér tíma til að kíkja við. Börnin á eldri deildinni sungu fyrir konurnar og allir voru búnir að búa til mynd af mömmu sinni. Elsti hópurinn bjó til fallegt ljóð um mömmu:
Ljóð um mömmur
mamma er best
mamma er vinkona
mamma er góð
mamma er skemmtileg
mamma er góð að hjálpa
mamma er góð að lesa
mamma er góð að ná í mig í leikskólann
mamma er góð að baka köku
mamma er góð að teikna
mamma er góð að vinna
mamm er góð að fara með mig í hjólatúr
mamma er best í píanótímum
mamma er best í bíl
mamma er best í að elda mat
mamma er best í að tromma
mamma er best í að hjálpa í legói
Samið af elsta árgangi Regnbogans í tilefni af konudeginum 2015
Mömmur eru sannarlega ótrúlegar!
Myndir af konukaffi á Facebook síðu leikskólans
https://www.facebook.com/profile.php?id=100004413616150&fref=ts
Heiðarskóli 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8525 Netfang: heidarskoli@hvalfjardarsveit.is |
Skýjaborg Innrimel 1 | 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8530 Netfang: skyjaborg@hvalfjardarsveit.is |