Laus 80% staða umsjónarkennara við Heiðarskóla

Við skólann er laus 80% staða umsjónarkennara skólaárið 2020 - 2021. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst, um tímabundna ráðningu er að ræða til 31. júlí 2021. Helstu verkefni og hæfniskröfur eru:

  • Annast almenna umsjónarkennslu í teymi með öðrum.
  • Stuðla að velferð nemenda í góðu samstarfi við foreldra/forráðamenn.
  • Leyfi til að nota starfsheitið grunnskólakennari.
  • Reynsla af starfi með fjölbreyttum nemendahópi er kostur.
  • Lipurð í samskiptum og sveigjanleiki í starfi.
  • Áhugi á að ná fram því besta hjá hverjum nemanda.
  • Færni í samvinnu og teymisvinnu. 

Í skólanum er starfað með markvissum hætti í anda skóla fyrir alla og þannig lögð rík áhersla á að búa öllum nemendum aðstæður til náms við hæfi, nokkuð sem krefst sveigjanleika og skapandi hugsunar hjá öllu starfsfólki. Einkunnarorð skólans eru vellíðan, virðing, samvinna og metnaður. Í skólanum er starfað eftir hugmyndafræði uppbyggingarstefnunnar og byrjendalæsis. Skólinn er grænfánaskóli auk þess sem áhersla er lögð á spjaldtölvunotkun í námi, útinám og skapandi starf.

Nánari upplýsingar um starfið má fá hjá skólastjóra, Sigríði Láru Guðmundsdóttur, í síma 433 8525 eða gsm 896 8158. Einnig má senda fyrirspurn á netfang skólastjóra: sigridur.gudmundsdottir@hvalfjardarsveit.is. Umsókn og starfsferilsskrá þarf að senda á netfang skólastjóra. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.