Laus staða sérkennara við Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar

Leik- og grunnskóli Hvalfjarðarsveitar auglýsir eftir sérkennara sem er reiðubúinn að leggja sig fram við að mæta þörfum allra barna í góðu samstarfi við samstarfsfólk og foreldra. Um tímabundna ráðningu er að ræða. Fjóra daga vikunnar vinnur viðkomandi sem stoðþjónustuaðili á yngsta stigi í Heiðarskóla og einn dag í  Skýjaborg. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem allra fyrst.

Menntunar og hæfniskröfur 

  • Leyfisbréf til kennslu.
  • Reynsla af teymiskennslu og fjölbreyttum kennsluháttum æskileg. 
  • Hæfni til að skipuleggja nám í fjölbreyttum nemendahópi þar sem allir fá að njóta sín á eigin forsendum. 
  • Lipurð í samskiptum, jákvæðni og sveigjanleiki í starfi.
  • Færni í samvinnu og teymisvinnu. 
  • Góð íslenskukunnátta. 

Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigríður Lára Guðmundsdóttir skólastjóri í síma 433 8525 eða Eyrún Jóna Reynisdóttir leikskólastjóri í síma 433 8530. Umsóknarfrestur er til og með 4. janúar 2024 og skal senda umsóknir ásamt starfsferilskrá í tölvupósti á netfang skólastjóra; sigridur.gudmundsdottir@hvalfjardarsveit.is eða eyrun.jona.reynisdottir@hvalfjardarsveit.is

Öllum umsóknum verður svarað. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Starfið hentar öllum kynjum.

Skólinn er starfræktur á tveimur starfsstöðvum í sveitarfélaginu, Heiðarskóli við Leirá við Skarðsheiði og Skýjaborg í Melahverfi. Gildi skólans eru vellíðan – virðing – metnaður – samvinna. Skólinn er grænfánaskóli og leggur áherslu umhverfismennt og útinám. Unnið er með byrjendalæsi. Á leikskólasviðinu, Skýjaborg, dvelja allt að 40 börn á aldrinum 1-6 ára. Á grunnskólasviðinu, Heiðarskóla, eru um 90 nemendur.