Lausar kennarastöður

Heiðarskóli auglýsir eftir kennurum í eftirfarandi stöður skólaárið 2021 – 2022:

  • Kennsla í heimilsfræði og textílmennt, 80% staða
  • Kennsla í íþróttum og sundi, 100% staða.   

 Menntunar- og hæfniskröfur:  

  • Leyfisbréf til kennslu 
  • Reynsla af teymiskennslu og fjölbreyttum kennsluháttum er æskileg  
  • Hæfni til að skipuleggja nám í fjölbreyttum nemendahópi þar sem allir fá að njóta sín á eigin forsendum  
  • Lipurð í samskiptum, jákvæðni og sveigjanleiki í starfi 
  • Færni í samvinnu og teymisvinnu  
  • Góð íslenskukunnátta  

Nánari upplýsingar um störfin veitir Sigríður Lára Guðmundsdóttir, skólastjóri, í síma 433 8525. Umsóknarfrestur er til og með 30. maí nk. og skal senda umsóknir ásamt starfsferilskrá í tölvupósti á netfang skólastjóra: sigridur.gudmundsdottir@hvalfjardarsveit.is

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.