Leikhús í tösku

Í morgun kom Þórdís Arnljótsdóttir, leikkona, til okkar og sýndi okkur leikritið sitt um Grýlu og jólasveinana. Við buðum vinum okkar í 1. bekk í heimsókn í tilefni dagsins. Börnin voru alveg til fyrirmyndar og skemmtu sér vel á sýningunni. Leikkonan brá sér í gervi ýmissa persóna, s.s. Grýlu, 13 jólasveina og lítillar stúlku og var einstaklega gaman að fylgjast með þegar nýjar persónur urðu til á sviðinu. Sýningin er í boði foreldrafélags Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir. Myndir á heimasíðu Skýjaborgar.