- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Í dag fengum við góða gesti í heimsókn. Stoppleikhópurinn sýndi leikritið „Upp,upp“ fyrir nemendur okkar í 4. – 10. bekk. Í verkinu segir frá uppvaxtarárum Hallgríms Péturssonar. Verkið er sniðið að ungum áhorfendum og miðar að því að gefa grunnskólabörnum innsýn í lífsbaráttu Íslendinga á 17. öld. Stórviðburðir sögunnar á borð við Kötlugos, farsóttir, hamfaraveður, galdrabrennur, Tyrkjarán og dauðsföll allt um kring settu svip sinn á uppvöxt Hallgríms. Verkið byggir að mestu á bókinni „Heimanfylgju“ eftir Steinunni Jóhannesdóttur. Valgeir Skagfjörð sá um leikgerð og leikstjórn. Hann leikur jafnframt í verkinu ásamt þeim Eggerti Kaaber og Katrínu Þorkelsdóttur.
Sýningin var í boði Fræðslu- og skólanefndar og Saurbæjarkirkju. Færum við þeim og leikurunum bestu þakkir fyrir skemmtilega sýningu. Nokkrar myndir komnar inn á myndasafnið.
Heiðarskóli 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8525 Netfang: heidarskoli@hvalfjardarsveit.is |
Skýjaborg Innrimel 1 | 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8530 Netfang: skyjaborg@hvalfjardarsveit.is |