- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Í byrjun árs 1984 var sótt um úhlutun í Listskreytingasjóð ríkisins og Heiðarskóli fékk úthlutun. Ákveðið var að fela Hildi Hákonardóttur veflistakonu verkið. Heimamenn óskuðu eftir því að verkið skyldi tengjast sögu staðarins. Verkið eða refillinn var settur upp í gamla Heiðarskóla árið 1985 og síðan fluttur yfir í nýju bygginguna við flutningana.
S.l. skólaár hafði Listasafn Reykjavíkur samband og óskaði eftir að Heiðarskóli lánaði refilinn á sýningu á verkum listakonunnar. Að sjálfsögðu var orðið við þeirri beiðni. Eftir sýningu tók Hildur refilinn og lagfærði hann. Hildur mætti síðan í hús nú fyrir stuttu og skilaði reflinum eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Refillinn mun áfram hanga uppi í Heiðarskóla ásamt skýringartexta sem unnin var af nemendum fyrir þó nokkuð mörgum árum. Hvetjum þá sem kíkja til okkar að gefa reflinum gaum.
Heiðarskóli 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8525 Netfang: heidarskoli@hvalfjardarsveit.is |
Skýjaborg Innrimel 1 | 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8530 Netfang: skyjaborg@hvalfjardarsveit.is |