Litlu jólin

Í gær miðvikudaginn 12. desember héldum við litlu jólin okkar í Skýjaborg. Börn og starfsfólk mættu í einhverju rauðu og sumir í fínni fötum. Við áttum góða stund saman þar sem haldið var jólaball, dansað í kringum jólatréð og toppurinn var svo þegar jólasveinn mætti á svæðið. Það var hann hurðaskellir sem kom til okkar (Við máttum þó ekki segja neinum að hann væri kominn til byggða. Hann var bara að leita að Stekkjastaur bróður sínum). Hann söng og dansaði með okkur og færði að lokum öllum börnunum gjafir og leyndist Lubbabangsi í pökkunum.

Í hádeginu var svo hátíðarmatur; lambalæri og meðlæti.