Litlu jólin

Í gær voru litlu jólin haldin í Heiðarskóla. Nemendur og starfsmenn mættu prúðbúnir og hófu dagskrána á jólaballi þar sem gengið var í kringum jólatréð og jólasveinar mættu í heimsókn. Síðan voru haldin stofujól á hverju stigi og var ýmislegt skemmtilegt gert. M.a. haldið jólsen jólsen mót í unglingadeild, spilað, póstkassarnir opnaðir o.fl. Eftir stofujólin var boðið upp á hátíðarmat og möndluleik. Á meðfylgjandi mynd má sjá þau Mattías Bjarma Ómarsson, Þóru Kristínu Arnfinnsdóttur og Axel Frey Guðmundsson en þau duttu í lukkupotinn og unnu möndluverðlaunin.