Litlu jólin

Í gær, miðvikudaginn 13. des, héldum við litlu jólin hér í Skýjaborg. Það var rauður dagur og einnig mátti mæta í fínni fötum. Við dönsuðum í kringum jólatréð og Gluggagæjir jólasveinn kom og kíkti á gluggann og spurði hvort hann mætti koma að dansa með okkur. Börnin héldu það nú svo hann tók tillhlaup og hoppaði inn um gluggann hjá okkur. Gluggagæjir dansaði og söng með okkur, en svo fór hann aðeins að ruglast og fór að borða jólaserínu af trénu því hann fær sér alltaf jólacheerios í morgunmat. Gluggagæjir var mjög skemmtilegur og gaf börnunum mandarínur. Í hádegismatinn fengum við svo góðan mat, bayonneskinku og gott meðlæti. Góður dagur. Myndir á myndasíðu.