- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Í dag vour litlu jólin í Heiðarskóla. Haldið var jólaball og jólasveinarnir mættu í heimsókn. Eftir ballið fóru nemendur og starfsmenn í heimastofur og áttu saman notaleg stofujól þar sem m.a. var farið í leiki, jólakortin lesin, spilað og boðið upp á mandarínur. Dagurinn endaði á hátíðarmat, hangikjöt með tilheyrandi meðlæti og ís í eftirrétt. Að vanda var líka möndluleikur, þrír nemendur voru svo heppnir að fá „möndluna“ og fengu bók að gjöf. Dagurinn var í alla staði vel heppnaður og ánægðir nemendur fóru heim með nammipoka frá jólasveininum.
|
Heiðarskóli 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8525 Netfang: heidarskoli@hvalfjardarsveit.is |
Skýjaborg Innrimel 1 | 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8530 Netfang: skyjaborg@hvalfjardarsveit.is |