Litlu jólin í Heiðarskóla

Í dag voru litlu jólin haldin hátíðleg í Heiðarskóla. Nemendur mættu prúðbúnir og í jólaskapi. Haldið var jólaball þar sem nokkrir jólasveinar mættu, að því loknu voru stofujól og að lokum hátíðarmatur, hangikjöt og tilheyrandi ásamt ís og möndluverðlaunum. Að þessu sinni voru það Einar Ásmundur og systurnar Linda og Erna sem hlutu möndluverðlaunin.