Litlu jólin í Heiðarskóla

Í dag voru litlu jólin haldin hátíðleg í Heiðarskóla. Þau voru með breyttu sniði vegna Covid. Námshópar í aðgreindum hólfum gerðu sér glaðan dag, spiluðu, borðuðu hátíðarmat og eftirrétt. Möndluleikurinn okkar góði var á sínum stað og þeir heppnu þetta árið voru: Hugrún Björk í 1. bekk, Elvar Þór í 10. bekk og Díana Ingileif í 5. bekk. Óskum þeim innilega til hamingju. Að vanda lásu nemendur jólakveðjur úr póstkössum en áralöng hefð er fyrir því í Heiðarskóla að nemendur útbúi jólakort  á aðventunni og sendi skólafélögum. Á meðfylgjandi mynd má sjá sýnishorn af póstkössum ársins.