Litlu jólin í skýjaborg.

Í gær héldum við litlu jólin okkar í skýjaborg og auðvitað kom hann stekkjastaur við hjá okkur. Hann kom og færði börnunum mandarínur og tvær bókagjafir fyrir sitt hvora deildina. Flestir mættu í einhverju rauðu og svo borðuðum við jólamat og fengum ís og ávexti í eftirrétt. Allir glaðir og sáttir með daginn.