Litlu jólin í Skýjaborg

Í gær fimmtudaginn 16. desember héldum við upp á Litlu jólin okkar hér í Skýjaborg. Við áttum dásamlega stund þar sem við gengum í kringum jólatréð og sungum saman. Tveir jólasveinar kíktu á gluggann, spjölluðu við okkur, sungu með okkur eitt lag og gáfu okkur svo poka með Jóa-Kassa litabókum að gjöf til allra, ásamt nokkrum fyrir leikskólann til að eiga. Við þökkum jólasveinunum kærlega fyrir komuna. Vonandi hafa þeir komist fljótt inn til að þurrka sig eftir alla þessa rigningu sem þeir lentu í úti. 

Þennan góða dag var horft á smá bíó á Regnboganum. Allir fengu hátíðarmat í hádeginu og ís í eftirrétt.