Loftslagsbreytingar og neysla

Góð mæting var á sýningu nemenda í gær á afrakstri þemavinnunnar um loftslagsbreytingar og neyslu. Nemendur héldu stutta kynningu í matsal skólans um viðfangsefni vikunnar. Nemendur á yngsta stigi lærðu um hringrás vatnsins og jörðina á fjölbreyttan hátt. Nemendur á miðstigi skoðuðu m.a. eigin neyslu og skoðuðu lausnir í umhverfismálum. Nemendur á unglingastigi settu upp heimasíðu um loftslagsmál með áherslu á lausnir. Síðan er enn í vinnslu en við hvetjum áhugasama til að fylgjast með á slóðinni; https://heidarskoli.wixsite.com/loftslag. Við þökkum öllum sem sáu sér fært að mæta á sýninguna kærlega fyrir komuna.