Lokakeppni Stóru upplestrarkeppninnar

Sl. miðvikudag var lokakeppni samstarfsskólanna á Vesturlandi í Stóru upplestrarkeppninni haldin í Grunnskóla Borgarfjarðar að Varmalandi. Fulltrúar Heiðarskóla voru að þessu sinni þau Haukur Logi Magnússon og Þóra Kristín Arnfinnsdóttir. Þau stóðu sig með stakri prýði eins og aðrir keppendur. Haukur Logi Magnússon hneppti 3ja sætið í keppninni og óskum við honum sem og öðrum keppendum til hamingju með fallegan og vandaðan upplestur. Á heimleið bauð Siggi T umsjónarkennari krökkunum upp á ís.