- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Þessa vikuna er lýðheilsuþema í Heiðarskóla. Lýðheilsa er eitt af þemum Grænfánaskóla og tengist umhverfisverkefni skólans. Þemað lýðheilsa verður svo gegnum gangandi í skólastarfinu í vetur. Nemendur á öllum aldri eru að fræðast um mikilvægi lýðheilsu með áherslu á hreyfingu, hollt mataræði, hvíld, samskipti og hreinlæti. Börnin eru að skoða eigin lífsvenjur t.a.m. tannhirðu, hreinlæti, matarvenjur, skjátíma, tíma sem varið er með vinum og fjölskyldu, svefntíma og alls kyns sem við getum gert til að stuðla að góðri andlegri og líkamlegri heilsu. M.a. er boðið upp á slökun, samverustundir, aukna hreyfingu, fræðslu um holla næringu og alls kyns verkefni. Til viðbótar við hefðbundinn Heiðarskólamorgunmat bjóðum við t.d. upp á grófkornabrauð og ávexti í morgunmatnum í þemavikunni. Allt eins líklegt að áframhald verði á því. Á föstudaginn brjótum við upp stundatöfluna og verðum með lýðheilsustöðvavinnu í aldursblönduðum hópum. Á meðfylgjandi mynd má sjá nokkra nemendur á yngsta stigi í spilastund í dag en góð samvera með öðrum stuðlar að góðri heilsu.
Heiðarskóli 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8525 Netfang: heidarskoli@hvalfjardarsveit.is |
Skýjaborg Innrimel 1 | 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8530 Netfang: skyjaborg@hvalfjardarsveit.is |