- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Í nýliðinni viku var matarvigtunarvika í Heiðarskóla þar sem nemendur og starfsmenn hugsuðu vel um að fá sér hæfilega mikið á diskinn til að koma í veg fyrir matarsóun. Nemendur í 10. bekk stóðu sig best og leifðu engu alla vikuna. Þeir fá því að velja hádegismat og eftirrétt í viðurkenningarskini. Samtals leifðu nemendur og starfsmenn skólans 3.657 grömmum alla vikuna sem er aðeins betri árangur en frá síðustu mælingu en þá voru matarleifarnar samtals 4.606 grömm.
Til að framleiða mat þarf bæði orku til framleiðslunnar sjálfrar og orku til að flytja matvælin á milli staða. Að leifa mat er ekki góður siður. Ekki nóg með að þá fari maturinn til spillis og enginn fær að njóta hans heldur er um leið verið að sóa fjármunum og auðlindum jarðar. Markmið verkefnisins er að minna okkur á að fá okkur hæfilega mikið á diskinn og mikilvægi þess að nýta vel þann mat sem framleiddur er og fara þannig betur með jörðina okkar.
Heiðarskóli 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8525 Netfang: heidarskoli@hvalfjardarsveit.is |
Skýjaborg Innrimel 1 | 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8530 Netfang: skyjaborg@hvalfjardarsveit.is |