Miðstigsleikarnir í Borgarnesi

Á fimmtudaginn fóru nemendur í 5. - 7. bekk á miðstigsleikana í Borgarnesi þar sem nemendur úr samstarfskólunum á Vesturlandi tóku þátt í alls kyns íþróttum. Leikarnir gengu vel og ekki annað að heyra en nemendur hefðu verið ánægðir með leikana.