- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Nemendur miðstigsins fóru í Borgarnes í dag (fimmtudag) og kepptu í íþróttum á Skallagrímsvellinum ásamt fleiri skólum af Vesturlandi. Keppt var í knattspyrnu, kúluvarpi, langstökki, 60 m. hlaupi og 600 m. hlaupi. Það var blíðskaparveður í Borgarnesi, heiðskýrt og logn, og aðstæður eins og þær best gerast. Krakkarnir stóðu sig vel og höfðu gaman af því að etja kappi við nemendur hinna skólanna. Allir tóku þátt í einhverju og gerðu sitt besta sem oft dugði til að komast í verðlaunasæti þótt auðvitað hafi skemmtunin verið aðalmarkmið. Myndir frá mótinu eru komnar í myndasafn.
Heiðarskóli 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8525 Netfang: heidarskoli@hvalfjardarsveit.is |
Skýjaborg Innrimel 1 | 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8530 Netfang: skyjaborg@hvalfjardarsveit.is |