- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Morgunsöngur er í Heiðarskóla á u.þ.b. tveggja vikna fresti. Morgunsöngurinn hefur mælst vel fyrir og okkur er stöðugt að fara fram í söngnum. Stigin skiptast á að velja lögin. Yngsta stigið valdi lögin sem sungin voru í gær. Það voru lögin Ljúft að vera til, Á íslensku má alltaf finna svar og Hafið bláa hafið. Dagur íslenskrar tónlistar verður þann 7. desember n.k. Þá tekur Heiðarskóli þátt í svokölluðum Þjóðarsöng þegar þremur lögum verður útvarpað kl. 11:05 á Rás 1, Rás 2 og Bylgjunni. Þjóðin er hvött til taka hlé frá námi, vinnu eða annarri iðju og syngja saman. Lögin sem sungin verða í ár eru Líttu sérhvert sólarlag, Ef engill ég væri með vængi og Gefðu allt sem þú átt.
Heiðarskóli 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8525 Netfang: heidarskoli@hvalfjardarsveit.is |
Skýjaborg Innrimel 1 | 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8530 Netfang: skyjaborg@hvalfjardarsveit.is |