- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Þessa vikuna eru nemendur okkar í 9. - 10. bekk í námsferðalagi í Danmörku. Hópurinn fór af landi brott aðfaranótt sunnudagsins og átti fínan dag í Kaupmannahöfn í gær. Eftir að allir voru búnir að koma sér fyrir á hosteli fór hópurinn í göngutúr um Strikið og snæddi síðan saman kvöldverð á ítölskum veitingastað. Í dag var á dagskránni að fara í siglingu, skoða borgina og jafnvel fara á safn. Á morgun hitta krakkarnir danska jafnaldra sína í Ballerup. Krakkarnir hafa verið í tölvusamskiptum í vetur.
Heiðarskóli 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8525 Netfang: heidarskoli@hvalfjardarsveit.is |
Skýjaborg Innrimel 1 | 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8530 Netfang: skyjaborg@hvalfjardarsveit.is |