- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Þessa dagana eru nemendur okkar í 9. og 10. bekk í vorferðalagi í Brighton. Nemendur hafa lagt mikið á sig við að safna fyrir ferðinni með dyggum stuðningi forráðamanna, styrkjum frá fyrirtækjum og Hvalfjarðarsveit. Færum öllum sem styrktu börnin bestu þakkir fyrir. Hópurinn lenti í London í gær, fór með rútu til Brighton þar sem kíkt var í tívolí og leikjasal. Í dag áttu nemendur okkar góðan dag í Forest school eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Virðist vera örlítið betra veður en á Íslandi. Á morgun verður farið í Chessington garðinn og á föstudaginn í vatnaíþróttir. Hópurinn heldur heim til Íslands á laugardaginn.
Heiðarskóli 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8525 Netfang: heidarskoli@hvalfjardarsveit.is |
Skýjaborg Innrimel 1 | 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8530 Netfang: skyjaborg@hvalfjardarsveit.is |