Nemendur Heiðarskóla komnir í páskaleyfi

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum munu hertar sóttvarnarreglur taka gildi á miðnætti í kvöld og gilda til 31. mars n.k. Engin kennsla verður í Heiðarskóla á morgun og föstudag. Nemendur skólans eru því komnir í páskaleyfi. Upplýsingar um skólastarf í Heiðarskóla eftir páskaleyfi verða sendar í tölvupósti til foreldra við fyrsta tækifæri. 

Foreldrar geta nálgast fatnað og annað sem nemendur þurfa á að halda á morgun, fimmtudaginn 25. mars,  frá kl. 8:00 - 14:00. Foreldrar þurfa að hringja á undan sér í síma 8968158. Foreldrar þurfa að vera með grímur, viðhafa tveggja metra reglu og tryggja þarf reglur um fjöldatakmarkanir. 

Að lokum bendum við á frétt frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu sem birtist nú síðdegis; https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2021/03/24/Breytingar-a-skolastarfi-til-og-med-31.-mars/