Nemendur í 1. bekk fengu gefins hjálma

Í dag fengu nemendur í 1. bekk gefins hjálma, buff og endursinsmerki frá Kiwanis. Hildur Karen spjallaði við krakkana við afhendinguna og sýndi þeim á eftirminnilegan hátt hversu mikilvægt er nota hjálm við hjólreiðar og hvers kyns hjólatæki til að að vernda höfuðið. Hún lagði einnig mikla áherslu á mikilvægi þess að stilla hjálminn rétt svo hann geri sem mest gagn. Við færum Kiwanis og Hildi Karen bestu þakkir fyrir hjálmana og spennandi fræðslu.