Nemendur í 7. bekk í skólabúðum á Reykjum

Þessa vikuna dvelja nemendur okkar í 7. bekk í skólabúðum á Reykjum ásamt samstarfsskólunum á Vesturlandi og fleiri skólum. Fengum eftirfarandi frétt frá hópnum í morgun: 

Það er feyki góð stemmning á hópnum okkar hér á Reykjum og öll að njóta sín eins og best verður á kosið.  Í gærkveldi stóð upp úr sundlaugarpartýið að vísu í Síberukulda en frostið fór mest í -18. Krakkarnir eru mjög sátt við herbergin og matinn og einhver líktu morgunmatnum áðan við það sem þau fá þegar þau gista á hótelum erlendis. 

Kveðja, Siggi, Halla og krakkarnir á Reykjum.