- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Hefð er fyrir því að nemendur í 7. bekk fari í skólabúðir að Reykjum ár hvert en vegna Covid var það ekki mögulegt á síðasta skólaári. Nú eru nemendurnir komnir í 8. bekk og fengu loksins í vikunni að upplifa skólabúðirnar að Reykjum í Hrútafirði enda búnir að bíða lengi eftir því. Fengum eftirfarandi fréttir frá hópnum nú fyrir stuttu:
Það gengur allt eins og í sögu hjá okkur. Leiðinda veður í gær en fínt í dag. Krakkarnir eru mjög duglegir og til í verkefnin og það þarf ekkert að minna á að mæta á réttum tíma í kennslustundir. Þeir eru líka mjög tilbúnir að kynnast krökkunum í hinum skólunum og margir hafa eignast nýja vini.
Bestu kveðjur frá okkur öllum,
Einar og 8. bekkur
Heiðarskóli 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8525 Netfang: heidarskoli@hvalfjardarsveit.is |
Skýjaborg Innrimel 1 | 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8530 Netfang: skyjaborg@hvalfjardarsveit.is |