- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Við þökkum öllum þeim sem sáu sér fært að kíkja til okkar s.l. föstudag og skoða afrakstur þemavinnunnar um neyslu. Neysla er vandamál i heiminum í dag, við erum að nota of mikið af auðlindum jarðar til að framleiða vörur sem einungis hluti jarðarbúa er að nýta og þarf kannski ekki nauðsynlega á að halda. Nemendur komust að því að við erum að nota allt of mikið plast og það er alls ekki gott fyrir jörðina eða lífverurnar sem á henni lifa. Ýmislegt áhugavert mátti sjá af vinnu barnanna um neyslu. T.d. svör við spurningunum: Hver er mesti óþarfi sem þú hefur keypt? Hver eru umhverfismerkin og hvað tákna þau? Hvað þurfum við? Hvað langar þig í en þarft ekki? Hvaða áhrif hefur neysla jarðarbúa á jörðina? Hvað getum við gert til að fara betur með jörðina? Börnin fengu líka að nýta afganga og það sem aðrir eru hættir að nota í skapandi starfi, t.d. kertagerð og stöðvavinnu. Í myndaalbúm eru komnar myndir frá neysluþemanu.
Heiðarskóli 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8525 Netfang: heidarskoli@hvalfjardarsveit.is |
Skýjaborg Innrimel 1 | 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8530 Netfang: skyjaborg@hvalfjardarsveit.is |