Norræna skólahlaupið og UNICEF- hreyfingin

Norræna skólahlaupið fór fram í blíðskaparveðri á mánudaginn, samtals hlupu nemendur og starfsmenn 491 km. Við slógum tvær flugur í einu höggi og tókum þátt í UNICEF – hreyfingunni í leiðinni. Hverju og einu barni var frjálst að safna áheitum fyrir hvern km sem það hljóp. Öllum er frjálst að styrkja þetta góða málefni með okkur og hægt er að leggja beint inn á reikning UNICEF á Íslandi: 701-26-102010, kt: 481203-2950, mikilvægt er að skrifa nafn skólans sem skýringu, Heiðarskóli Hvalfjarðarsveit. Inn á myndasafnið eru komnar myndir.