Öskudagsgleði í Heiðarskóla

Alls kyns kynjaverur mættu í skólann í dag á öskudag. Eftir morgunmat gátu nemendur farið á söngstöðvar, sungið og fengið nammi að launum. Yngsta stig hélt svo öskudagsball í íþróttahúsinu á skólatíma en mið- og unglingastig gerðu sér glaðan dag í alls kyns skemmtilegum verkefnum. Öskudagurinnn var kærkomin tilbreyting í skólastarfið síðasta dag fyrir vetrarfrí nemenda.