- Fréttir
 - Skólastarfið
 - Starfsfólk
 - Heiðarskóli
 - Skýjaborg
 - Foreldrar
 - Menntastefna
 
Það var líf og fjör í Heiðarskóla í gær þegar alls kyns kynjaverur mættu í skólann og gerðu sér glaðan dag. Krakkarnir fóru á söngstöðvar og fengu nammi eða vínber. Fyrir hádegi var haldið öskudagsball fyrir 1. – 4. bekk og „kötturinn sleginn úr tunnunni“. Eftir hádegi var haldin hæfileikakeppni. Þáttakendur voru margir og atriðin mjög fjölbreytt, fimleikar, dans, söngur, blöðrur og brandarar. Greinilegt að hér í skólanum er mikið hæfileikafólk. Sérskipuð dómnefnd veitti verðlaun fyrir þrjú atriði. Björgvin í 1. bekk fékk 3. verðlaun fyrir skemmtilegt blöðruatriði, Hrönn í 8. bekk fékk 2. verðlaun fyrir söngatriði og sigurvegari hæfileikakeppninnar 2015 var Hrefna Rún í 2. bekk en hún söng lagið Betri tíð. Seinni part dagsins hélt Félagsmiðstöðin öskudagsball fyrir miðstigið og unglingarnir halda sitt ball í dag á vegum Félagsmiðstöðvarinnar. Inn á myndasafnið eru komnar myndir.
| 
 Heiðarskóli 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8525 Netfang: heidarskoli@hvalfjardarsveit.is | 
 Skýjaborg Innrimel 1 | 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8530 Netfang: skyjaborg@hvalfjardarsveit.is |