Öskudagur í Heiðarskóla

Það var líf og fjör á öskudaginn í Heiðarskóla. Þeir nemendur og starfsmenn sem vildu mættu í búningum. Eftir morgunverð máttu nemendur fara á söngstöðvar og syngja fyrir starfsfólk og fá nammi. Klukkan 11:30 var boðið upp á pylsur í hádegismat og klukkan 12:00 hófst Hæfileikakeppni Heiðarskóla þar sem þeir sem vildu fengu að láta ljós sitt skína. Keppnin var einstaklega fjölbreytt og skemmtileg og greinilega mikið hæfileikafólk í Heiðarskóla. Dómnefndin hafði úr vöndu að ráða þegar velja þurfti atriðin sem lentu í þremur efstu sætunum. Í 3. sæti var Sigríður Gunnjóna en hún flutti lagið Malaga á flygil, í 2. sæti voru Ásmundur, Aron Dagur og Arnar Marinó en þeir fluttu lagið Róa. Í fyrsta sæti var Ólöf en hún söng og spilaði lagið Haleluja á flygil. Við þökkum öllum keppendum innilega fyrir þátttökuna og óskum að sjálfsögðu sigurvegurunum til hamingju með árangurinn.