- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Það var líf og fjör í Skýjaborg á Öskudaginn. Börn og starfsfólk mættu sem alls skyns fígúrur, ofurhetjur eða í náttfötum. Byrjað var á öskudagsballi þar sem börn og starfsfólk komu saman og dönsuðu og sungu við skemmtilega tónlist. Því næst var kötturinn sleginn úr tunnunni, sem var reyndar Lubbi að fela sig í kassanum. Snakkið sem átti að vera í tunnunni var sótt og slegið upp bíó. Í hádeginu voru pylsur sem hefur verið vaninn hér í Skýjaborg. Eftir hádegi skelltu allir sér út að leika og gengu út í Stjórnsýsluhús að syngja.
Heiðarskóli 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8525 Netfang: heidarskoli@hvalfjardarsveit.is |
Skýjaborg Innrimel 1 | 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8530 Netfang: skyjaborg@hvalfjardarsveit.is |