Öskudagurinn í Heiðarskóla

Það var glatt á hjalla s.l. miðvikudag þegar nemendur og starfsmenn mættu í alls kyns búningum og gerðu sér glaðan dag. Nemendum stóð til boða að fara á nammistöðvar, syngja og fá nammi eða vínber. Haldið var öskudagsball fyrir nemendur í 1. - 4. bekk þar sem "kötturinn var sleginn úr tunninni" og dansað af mikilli upplifun og gleði. Eftir hádegið var haldin hæfileikakeppni, fjölmargir nemendur tóku þátt og færum við þeim öllum bestu þakkir fyrir, keppnin var ótrúlega skemmtileg. Í þriðja sæti voru Aldís og Guðbjörg með dansatriði. Í öðru sæti var Mattías með píanóleik og í 1. sæti var Unndís Ida en hún sýndi mikla hæfni þegar hún fór blaðlaust með nokkra tugi aukastafa úr Pí. Allir þátttakendur fengu viðurkenningarskjal.