Páskaleyfi í Heiðarskóla

Í dag var síðasti kennsludagur í Heiðarskóla fyrir páskaleyfi. Að öllu óbreyttu mæta nemendur og starfsmenn aftur til starfa þriðjudaginn 14. apríl samkvæmt skipulagi um takmarkað skólastarf. Þ.e.a.s. skertur skóladagur og takmarkaður aðgangur og samgangur hópa í skólanum og skólabílum. Gleðilega páska!