- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Í dag var haldið upp á Dag umhverfisins í Heiðarskóla. Dagurinn hófst með umhverfisráðstefnu þar sem Katrín Magnúsdóttir frá Landvernd flutti erindi. Katrín fjallaði m.a. um Dag umhverfisins, grænfánann og hálendi Íslands. Katrín sýndi líka krökkunum á skemmtilegan hátt hvað það land sem við getum nýtt er í raun lítill hluti af stærð jarðarinnar. Umhverfisnefnd skólans var einnig með innlegg um plastmengun í heiminum. Í kjölfarið hvatti nefndin alla til að draga úr plastpokanotkun m.a. með því að taka þátt í plastpokalausum laugardögum. Í skólanum var sett upp sýning á margnota pokum í tilefni átaksins. Það er von okkar að íbúar sveitarfélagsins taki þátt í þessu átaki með okkur og reyni að draga úr notkun plastpoka. Eftir ráðstefnuna fór skólastarfið fram utandyra. Til stóð að hafa rafmagnslausan dag í skólanum en erfiðlega gekk að slá út rafmagninu í skólabyggingunni. Við reyndum þó að hafa ljósin slökkt. Hádegisverðurinn var grillaður úti, ljúffeng grillspjót ásamt maísstönglum. Uppvaskið fór einnig fram utandyra. Krakkarnir fóru í ýmis verkefni, gróðursetningu, tiltekt, fuglaskoðun, gönguferðir og hreystibraut. Á myndasafnið eru komnar myndir af verkefnum dagsins.
Heiðarskóli 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8525 Netfang: heidarskoli@hvalfjardarsveit.is |
Skýjaborg Innrimel 1 | 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8530 Netfang: skyjaborg@hvalfjardarsveit.is |