Ráðið í stöður fyrir næsta skólaár

Eins og auglýst hefur verið á heimasíðu Hvalfjarðarsveitar var á fundi sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar þann 25. apríl sl. samþykkt að ráða Eyrúnu Jónu Reynisdóttur í stöðu skólastjóra leikskólasviðs Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar, Skýjaborg, frá og með 1. ágúst 2017 og Sigríði Láru Guðmundsdóttur í stöðu skólastjóra grunnskólasviðs Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar, Heiðarskóla, frá og með 1. ágúst 2017.

Ráðið hefur verið í aðrar stöður fyrir næsta skólaár:

Guðmunda Júlía Valdimarsdóttir hefur verið ráðin sem aðstoðarleikskólastjóri í Skýjaborg.

Sigurður Þ. Sigurþórsson hefur verið ráðinn sem aðstoðarskólastjóri í Heiðarskóla.

Guðbjörg Benjamínsdóttir hefur verið ráðin sem matráður í Skýjaborg.

Kristín Ósk Karlsdótti hefur verið ráðin sem þroskaþjálfi í Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar.

Dóra Líndal Hjartardóttir hefur verið ráðin sem tónmenntarkennari í Heiðarskóla.

 

Við bjóðum nýju starfsfólki velkomið til starfa og hlökkum til að starfa með þeim.