- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Í dag er rafmagnslaus dagur hjá okkur. Við tengjum þennan dag við grænfánaverkefnið, en með rafmagnslausum degi viljum við vekja athygli á orkunotkun og hvernig við getum sparað þessa auðlind. Það er mikil spenna hjá börnunum. Þau eru búin að spila og lita við kertaljós í morgunsárið og eru einnig með upptrekjanleg vasaljós við leik í myrkrinu. Það er gaman að segja frá því að elstu börnin sátu í myrkrinu í morgun og ræddu hvað þau hlökkuðu til að fá ristað brauð (þar sem það er föstudagur) en auðvitað gátum við ekki ristað brauðið, svo við fengum óristað brauð með osti og banana með.
Heiðarskóli 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8525 Netfang: heidarskoli@hvalfjardarsveit.is |
Skýjaborg Innrimel 1 | 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8530 Netfang: skyjaborg@hvalfjardarsveit.is |