Reykskynjarar fyrir nemendur í 10. bekk

Í dag mættu til okkar fulltrúar frá Sjóvá og Slysavarnardeildinni Líf og færðu útskriftarnemunum okkar reykskynjara að gjöf. Gestirnir ræddu einnig um mikilvægi þess að vera með nokkra reykskynjara á hverju heimili ásamt því að ræða sérstaklega eldhættu í kringum hleðslusnúrur.